Fréttir

Kaldalón hf.: Útgáfa nýs hlutafjár

Vísað er til tilkynninga frá 20. apríl & 18. apríl s.l.

Fyrirtækjaskrá hefur samþykkt hækkun hlutafjár. Beiðni hefur verið send til Nasdaq CSD Iceland og Kauphallar um hækkun hlutafjár og töku til viðskipta. Nýtt hlutafé verður tekið til viðskipta þriðjudaginn 3. maí n.k.

Heildarfjöldi hluta í Kaldalón hf. verður þá kr. 7.135.919.691 að nafnvirði, og hækkar um 1.382.043.011 hluti.

Lesa meira »

Vegna umfjöllunar

Vegna þess sem fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 föstudaginn 29. apríl sl. og á vefsvæðinu visir.is sama kvöld vill Kaldalón hf. koma eftirfarandi á

Lesa meira »

Kaldalón hf.: Útgáfa nýrra hluta

Vísað er í tilkynningu frá 5. apríl s.l. Kaldalón hf. hefur lokið við útgáfu 292.659.574 nýrra hluta.

Er heildarfjöldi hluta í Kaldalóni hf. því nú kr. 5.753.876.680 að nafnverði.

1.287.956.989 hlutir verða gefnir út við útgáfu afsals fasteigna sbr. fyrri tilkynningu.

Lesa meira »

Kaldalón hf.: Kaup á tekjuberandi fasteign og útgáfa nýs hlutafjár

Hvannir ehf., dótturfélag Kaldalóns hf., hefur gengið frá samning við VT31 ehf. um kaup á fasteign að Völuteig 31A. Fasteignin hýsir starfsemi Borgarplasts og er langtíma leigusamningur í gildi um eignina. Kaupverð eignarinnar er 650 milljónir króna. Áætlað er að rekstrarhagnaður (NOI) Kaldalóns hækki um 44 m.kr. á ársgrundvelli við kaupin. Greiðsla fer fram með lántöku, reiðufé og útgáfu nýs hlutafjár í Kaldalóni sem nemur 175 milljónum að markaðsvirði. Gengi útgáfunnar miðast við meðalgengi 10 viðskiptadaga fyrir samþykkt kauptilboð í eignina, eða 1,86 kr. á hlut. Samtals verða því gefnir út 94.086.022 hlutir. Áætlað er að afhending fari fram fyrir 1. maí n.k.

Lesa meira »

Kaldalón hf.: Niðurstöður aðalfundar 2022

Eftirfarandi tillögur voru lagðar fyrir aðalfund Kaldalóns hf., sem haldinn var að Borgartúni 19, Reykjavík, föstudaginn 8. apríl 2022, kl. 16:00:

Ársreikningur félagsins 2021 og ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu

Ársreikningur félagsins 2021 var lagður fram til staðfestingar og samþykktur samhljóða. Tekin var ákvörðun um að greiða ekki út arð vegna rekstrarársins 2021.

Kosning og skipun stjórnar og varastjórnar

Fyrir fundinum lágu fyrir framboð frá fjórum einstaklingum í stjórn og varastjórn Kaldalóns hf. og þar sem önnur framboð bárust ekki var stjórn og varastjórn réttilega sjálfkjörin. Í stjórn félagsins voru kjörin Almar Þ. Möller, Gunnar Henrik Gunnarsson og Álfheiður Ágústsdóttir og í varastjórn Hildur Leifsdóttir. Eftir aðalfund var haldinn stjórnarfundur þar sem stjórn skipti með sér verkum og var Almar Þ. Möller skipaður stjórnarformaður.

Lesa meira »