Fréttir
Kaldalón hf.: Útgáfa nýs hlutafjár
Stjórn Kaldalóns hf.: kt. 490617-1320, hefur þann 5. apríl 2022, ákveðið að hækka hlutafé félagsins um kr. 1.580.616.563, úr kr. 5.461.217.106 í kr. 7.041.833.669, að nafnverði, með útgáfu 1.580.616.563 nýrra hluta.
1.287.956.989 hlutir verða gefnir út á genginu 1,86 vegna kaupa á fasteignum sbr. tilkynningu frá 22. desember og verða hlutirnir gefnir út við afsal fasteignanna til félagsins. 202.659.574 hlutir eru gefnir út á genginu 1,88 vegna kaupa á fasteignum sbr. tilkynningu félagsins frá 31. mars og 22. desember s.l.
Kaldalón hf.: Aðalfundur 8. apríl 2022 – framboð til stjórnar
Aðalfundur Kaldalón hf. verður haldinn þann 8. apríl 2022 kl. 16:00. Fundurinn verður haldinn í Borgartúni 19, 105 Reykjavík, en gestir gefa sig fram við móttöku.
Framboðsfrestur til stjórnar Kaldalón hf. er runninn út. Eftirtaldir aðilar hafa gefið kost á sér í stjórn félagsins.
Almar Þ. Möller
Álfheiður Ágústsdóttir
Gunnar Henrik Gunnarsson
Hildur Leifsdóttir
Boðun aðalfundar 2022
Stjórn Kaldalóns hf. boðar til aðalfundar í félaginu föstudaginn 8. apríl 2022. Fundurinn verður haldinn í Borgartúni 19, 105 Reykjavík, en gestir gefa sig fram við móttöku. Einnig verður hægt að taka þátt í fundinum rafrænt.
Gögn fundar má jafnframt finna á vef félagsins.
Fjárfestakynning – Ársuppgjör 2021
Kynning á félaginu og ársuppgjöri 2021 var haldin að Nauthól föstudaginn 18. mars kl 08:30. Meðfylgjandi er fjárfestakynning.
Kaldalón hf.: Ársreikningur 2021
Ársreikningur Kaldalóns hf. var samþykktur af stjórn félagsins þann 17. mars 2022.
Félagið skilar bestu afkomu frá upphafi. Helstu atriði uppgjörs eru:
Heildarhagnaður ársins var 1.339 m.kr.
Arðsemi eigin fjár var 20,6%
Bókfært virði fjárfestingareigna í lok tímabils er 17.827 m.kr.
Handbært fé 1.296 m.kr
Heildareignir 21.479 m.kr.
Vaxtaberandi skuldir námu 9.734 m.kr.
Eigið fé er 8.359 m.kr samanborið við 4.646 m.kr. árslok 2020
Kaldalón hf.: Birting ársuppgjörs þann 17. mars – Kynningarfundur 18. mars
Kaldalón hf. birtir ársuppgjör 2021 eftir lokun markaða fimmtudaginn 17. mars.
Samhliða uppgjörinu er boðað til kynningarfundar föstudaginn 18. mars kl. 08:30 að Nauthól. Húsið opnar 08:15. Á fundinum verður jafnframt farið yfir horfur í rekstri félagsins. Að fundi loknum verður kynningarefnið aðgengilegt á vefsíðu Kaldalóns https://kaldalon.is/fjarfestar/.