Fréttir

Gengið frá sölu á eignarhlut í Steinsteypunni ehf.

Vísað er til tilkynningar Kaldalóns hf. („Kaldalón“) frá 21. júní síðastliðnum þar sem fram kom að undirritaður hefði verið kaupsamningur á milli Skuggasteins ehf., dótturfélags SIKMAS ehf., og Kaldalóns um kaup Skuggasteins ehf. á 50% eignarhlut Kaldalóns í Steinsteypunni ehf. Viðskiptin voru háð hefðbundnum fyrirvörum.

Fyrirvarar viðskiptanna hafa nú verið uppfylltir og gengið hefur verið frá viðskiptunum með undirritun viðauka við kaupsamninginn.

Lesa meira »

Kaup á fasteignum

Kaldalón hefur skrifað undir kaupsamning um kaup á öllu hlutafé Faðmlags ehf., en helsta eign Faðmlags eru fasteignir við Hringhellu 9 og 9A í Hafnarfirði. Þá hefur dótturfélag Kaldalóns skrifað undir kaupsamning um kaup á fasteigninni að Víkurhvarfi 7. Kaldalón hefur jafnframt gert samkomulag um kaup á öllu hlutafé Vesturhrauns ehf., en helsta eign þess félags er fasteign við Vesturhraun 5 í Garðabæ auk byggingarréttar. Samkomulagið er háð fyrirvörum, m.a. ástands- og áreiðanleikakönnun.

Lesa meira »

Frágangur viðskipta um fasteignina Köllunarklettsveg 1 og hækkun hlutafjár

sað er til tilkynningar frá 22. ágúst sl. þar sem fram kom að Kaldalón hefði fengið samþykkt kauptilboð í allt hlutafé Hafnargarðs ehf., eiganda Köllunarklettsvegar 1 í Reykjavík og að viðskiptin væru háð hefðbundum fyrirvörum.

verið uppfylltir og kaupsamningur undirritaður. Kaldalón mun af því tilefni hækka hlutafé félagsins um 834.724.541 hluti að nafnvirði með útgáfu nýrra hluta, skrá þá og afhenda Norvik hf. sem hluta af kaupverðinu.

Lesa meira »