Fréttir

SAND hótel fær alþjóðlega BREEAM umhverfisvottun

SAND hótel og tengdar fasteignir Kaldalóns við Laugaveg 32-36 í Reykjavík hafa hlotið umhverfisvottun BREEAM In-Use. Um er að ræða fyrsta hótelið á Íslandi sem að fær slíka vottun en niðurstaða einkunnar er „mjög góð (e. Very Good)“. Rekstraraðili hótelsins er KEA hótel.

Lesa meira »

Tilkynning frá tilnefningarnefnd

Tilnefningarnefnd Kaldalóns gegnir ráðgefandi hlutverki við val á stjórnarmönnum félagsins og tilnefnir frambjóðendur til stjórnarsetu í félaginu. Nánari upplýsingar um hlutverk tilnefningarnefndar og starfsreglur hennar

Lesa meira »

Kaldalón hf.: Fyrirhuguð kaup að fjárhæð 8 milljarða á tekjuberandi fasteignum og fasteignum í byggingu

Kaldalón hf. („Kaldalón“ eða „félagið“) hefur að undanförnu ýmist fengið samþykkt kauptilboð eða undirritað samninga um kaup á sex fasteignum á höfuðborgarsvæðinu sem nema samtals um 17.000 fermetrum. Um er að ræða 12.084 fermetra af fasteignum í Hafnafirði og í Reykjavík. Auk þess kaupir félagið þrjár fasteignir í byggingu í Hafnafirði sem eru 4.911 fermetrar að stærð og afhentar eru eftir framvindu næstu 12 mánuði. Þá fylgja viðskiptunum 2.559 fermetra byggingaréttur við Klettagarða í Reykjavík. Aukinn rekstrarhagnaður félagsins er áætlaður um 566 m.kr. á ársgrundvelli eftir afhendingu fasteignanna.

Lesa meira »

Útgáfa á víxlum- niðurstaða útboðs

Kaldalón hf. hefur lokið sölu á nýjum óveðtryggðum sex mánaða víxlum í flokki, KALD 24 0601. Tilboð bárust fyrir 1.500 milljónir kr. með flötum vöxtum á bilinu 10,65% -10,85% p.a. Seldir voru víxlar að nafnvirði 1.000 milljónir. kr. á 10,79% vöxtum p.a. eða 80 punkta álagi ofan á 6 mánaða REIBOR. 

Lesa meira »