Fréttir

Útboð á víxlum

Kaldalón hf. efnir til útboðs á víxlum, mánudaginn 27. maí næstkomandi. Boðnir verða til sölu sex mánaða víxlar í nýjum flokki KALD 24 1201. Útboðið er í samræmi við stefnu félagsins um að vera reglulegur útgefandi víxla og skuldabréfa á markaði í gegnum útgáfuramma félagsins.

Lesa meira »

Útgáfa skuldabréfa með stækkun á skuldabréfaflokki KALD 150234

Kaldalón hf. hefur lokið við að stækka skuldabréfaflokkinn KALD 150234, sem gefinn er út undir 30.000 milljóna króna útgáfuramma félagsins.

Kaldalón hf. seldi 1.860 milljónir króna, í skuldabréfaflokknum KALD 150234, á 4,10% ávöxtunarkröfu.  Áður útgefið í skuldabréfaflokknum var 3.140 milljónir króna. Heildarstærð flokksins verður því 5.000 milljónir króna.

Lesa meira »

Breyting á fyrirhuguðum kaupum

Vísað er til tilkynningar félagsins frá 26. janúar 2024 um fyrirhuguð kaup á tekjuberandi fasteignum og fasteignum í byggingu.

Í framhaldi af undirritun kauptilboðs í Fornubúðir 5 hafa aðilar átt í viðræðum um endanlegan kaupsamning og önnur atriði kauptilboðs. Aðilar hafa orðið sammála um halda þeim viðræðum ekki áfram. Því mun ekki verða af fyrrgreindum viðskiptum um fasteignina.

Lesa meira »

Viðræðum við Regin hf. um kaup á fasteignum slitið

Vísað er til tilkynningar Kaldalóns hf. hinn 23. apríl sl. um að stjórn félagsins hefði samþykkt að hefja viðræður við Regin hf. um möguleg kaup á tilteknum fasteignum. Eins og fram kom í tilkynningu Kaldalóns voru viðræðurnar tengdar mögulegri sátt Regins hf. við Samkeppniseftirlitið í tengslum við valfrjáls tilboð Regins hf. í hlutafé Eikar fasteignafélags hf.

Í samræmi við tilkynningu Regins hf. í dag um að samrunatilkynning félagsins til Samkeppniseftirlitsins hafi verið afturkölluð, hefur viðræðum Kaldalóns og Regins hf. um kaup á fasteignum verið slitið.

Lesa meira »

Kaldalón hf.: Viðræður við Regin hf. um kaup á fasteignum

Stjórn Kaldalóns hf. („Kaldalón“ eða „félagið“) hefur samþykkt að hefja viðræður við Regin hf. („Reginn“) um möguleg kaup á fasteignum sem telja samanlagt um 47 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Viðskiptin yrðu í samræmi við yfirlýsta stefnu Kaldalóns um arðbæran vöxt.

Viðræður Kaldalóns og Regins koma til vegna viðræðna Regins og Samkeppniseftirlitsins um möguleg skilyrði í tilefni af valfrjálsu tilboði Regins í hlutafé Eikar fasteignafélags hf. („Eik“). Nái Kaldalón og Reginn saman um viðskiptin yrðu þau meðal annars háð fyrirvörum um að Samkeppniseftirlitið samþykki viðskiptin og að valfrjálst tilboð Regins í hlutafé Eikar gangi eftir. Kaldalón hyggst ekki gefa út nýtt hlutafé verði af viðskiptunum.

Lesa meira »