Fréttir

Kaldalón hf.: Kaup á Hvannir hf. og útgáfa nýs hlutafjár

Í samræmi við tilkynningu Kaldalóns hf. frá 13. júní s.l., hefur verið gengið frá endanlegum kaupsamningi um kaup á öllu hlutafé í Hvönnum ehf. Helsta eign Hvanna er Storm Hótel sem stendur við Þórunnartún 4 í Reykjavík.

Að loknu kaupsamningsferli og áreiðanleikakönnun er endanlegt kaupverð sem fyrr 2.150 milljónir króna, en til frádráttar koma skuldir félagsins að upphæð 1.714 milljónir króna. Kaupverð er greitt með útgáfu nýrra hluta í Kaldalóni.

Lesa meira »

Kaldalón hf.: Árshlutareikningur Kaldalóns fyrstu 6 mánuði ársins 2021

Árshlutareikningur Kaldalóns hf. 1. janúar til 30. júní 2021 var samþykktur af stjórn þann 20. ágúst 2021.

Helstu atriði uppgjörs eru:

Hagnaður á fyrri hluta ársins var 699 m.kr. en nam 226 m.kr. á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 15% fyrstu 6 mánuði ársins. Bókfært virði eigna félagsins í lok tímabils er 7.042 m.kr. og hefur aukist um 948 m.kr. frá áramótum. Eigið fé er 5.345 m.kr. samanborið við 4.646 m.kr. í árslok 2020

Lesa meira »