Fréttir

Kaup á Köllunarklettsvegi 1

Kaldalón hf. hefur fengið samþykkt kauptilboð á öllu hlutafé Hafnagarðs ehf. í áföngum. Hafnagarður er eigandi að Köllunarklettsvegi 1 í Reykjavík, gamla húsnæði Kassagerðar Reykjavíkur. Þar verður rekinn klasi á sviði sjálfbærni og hringrásar. Meðal leigutaka eru Byggðasamlagið Sorpa og Alþingi. Seljandi er Smáragarður ehf.

Lesa meira »

Árshlutareikningur 2022

Árshlutareikningur Kaldalóns hf. var samþykktur af stjórn félagsins þann 22. ágúst 2022.

Félagið skilar bestu afkomu frá upphafi, 1.421 m.kr. í hagnað á fyrri hluta ársins sem samsvarar 33% arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli

Vöxtur félagsins er á áætlun og jukust fjárfestingaeignir félagsins um 61% frá áramótum

Félagið hefur gengið frá kaupum eða gert samkomulag um kaup á 76.900 m2 atvinnuhúsnæðis

Stjórn félagsins hefur ákveðið að gera fyrirhugaða skráningu á aðalmarkað kauphallar markmiðadrifna

Lesa meira »

Útgáfa nýs hlutafjár

Kaldalón hf. hefur lokið við útgáfu 315.000.000 nýrra hluta.

Er heildarfjöldi hluta í Kaldalóni hf. þá kr. 7.721.189.961 að nafnvirði. Eigin hlutir eru kr. 547.009 og heildarfjöldi atkvæða því kr. 7.720.642.952.

Lesa meira »

Kaldalón hf.: Kaup á fasteign

Kaldalón hf.  hefur náð samkomulagi um kaup dótturfélags Kaldalóns á fasteigninni Skógarhlíð 18, Reykjavík í heild sinni. Skógarhlíð 18 er um 1.938 fermetrar og hefur verið undirritaður samningur við Ríkiseignir fyrir Heilsugæsluna Hlíðum á stærstum hluta húsnæðisins. Áætluð afhending á grundvelli þess leigusamnings er sumarið 2023 og verður eignin tekjuberandi frá afhendingu Kaldalóns til Ríkiseigna. Kaupverð eignarinnar er 1.000.000.000 kr. og greitt með reiðufé.

Lesa meira »