Fréttir
Kaldalón hf.: Frágangur viðskipta um Klettagarða 8-10 ehf.
Vísað er annars vegar til tilkynningar 10. september sl. þar sem upplýsingar um kaup Kaldalóns hf. á Klettagörðum 8-10 ehf. voru lögð fram og hins vegar til tilkynningar þann 19. september sl. þar sem tillaga stjórnar Kaldalóns hf. um kaup á félaginu Klettagarðar 8-10 ehf. var samþykkt samhljóða á hluthafafundi sama dag.
Aðrir fyrirvarar viðskiptanna hafa nú verið uppfylltir, kaupsamningur undirritaður og allt hlutafé Klettagarða 8-10 ehf. afhent Kaldalóni hf.
Kaldalón hf.: Niðurstöður hluthafafundar 19. september 2023
Eftirfarandi tillaga var lögð fram fyrir hluthafafund Kaldalóns hf., sem haldinn var að Grand Hóteli Reykjavík, þann 19. september kl. 16:30. Kaup félagsins á Klettagörðum
Kaldalón hf.: Boðun hluthafafundar
Stjórn Kaldalóns hf., kt. 490617-1320, Ingólfsstræti 3, 101 Reykjavík („félagið“), boðar til hluthafafundar í félaginu þriðjudaginn 19. september 2023 kl. 16:30. Fundurinn verður haldinn á Grand hótel, Sigtúni 28, 105 Reykjavík.
Kaldalón hf.: Fjárfestakynning hálfsársuppgjör 2023
Fjárfestakynning vegna hálfsársuppgjörs 2023 hefur verið birt á fjárfestahluta vefsins.
Kaldalón hf.: Hálfsársuppgjör 2023
Samandreginn endurskoðaður árshlutareikningur samstæðu Kaldalóns hf. var samþykktur af stjórn félagsins þann 31. ágúst 2023.
Kaldalón hf.: Útgáfa á víxlum
Kaldalón hf. hefur lokið sölu á sex mánaða víxlum í nýjum flokki KALD 24 0301, að fjárhæð 1.000.000.000 kr.