Fréttir

Kaldalón hf.: Útgáfu nýrra hluta lokið

Kaldalón hf. hefur í dag lokið við útgáfu nýrra hluta til sjóða í stýringu Stefnis og Vátryggingafélags Íslands í samræmi við tilkynningu frá 24. júní sl. Til viðbótar gaf félagið út hluti að nafnvirði kr. 40.000.000 til viðskiptavaka félagsins.
Samtals nemur útgáfan kr. 1.059.230.769 að nafnverði, og fer fram á genginu kr. 1,3 fyrir hvern nýútgefinn hlut.

Lesa meira »

Kaldalón hf. (KALD) – útgáfa nýs hlutafjár

Stjórn Kaldalóns hf., kt. 490617-1320, hefur þann 24. júní 2021, ákveðið að hækka hlutafé félagsins um kr. 1.019.230.769, úr kr. 3.641.570.537 í kr. 4.660.801.306, að nafnverði, með útgáfu 1.019.230.769 nýrra hluta. Hlutirnir eru gefnir út á genginu kr. 1.30 fyrir hvern nýútgefinn hlut, og greiðast því samtals kr. 1.325.000.000 fyrir hina nýja hluti.

Lesa meira »