Fréttir

Kaldalón hf.: Kaup á fasteignasöfnum, sala á þróunarlóð við Steindórsreit

Kaldalón hf. hefur náð samkomulagi við Eignabyggð ehf. um kaup á félögunum Hellubyggð ehf. og Vallarbyggð ehf. Helstu eignir félaganna eru fasteignir að Suðurhrauni 10, Garðabæ, annars vegar og Íshellu 1, Hafnarfirði, hins vegar.

Suðurhraun 10 er 7.075 m2 vöruhúsnæði og hýsir m.a. vöruhús IKEA. Íshella er 7.700 m2 vöru- og geymsluhúsnæði. Heildarkaupverð í viðskiptum er samtals kr. 3.780 milljónir króna, en yfirteknar skuldir nema u.þ.b. kr. 2.360 milljónum.

Lesa meira »

Kaldalón hf.: Kaup á Hvannir hf. og útgáfa nýs hlutafjár

Í samræmi við tilkynningu Kaldalóns hf. frá 13. júní s.l., hefur verið gengið frá endanlegum kaupsamningi um kaup á öllu hlutafé í Hvönnum ehf. Helsta eign Hvanna er Storm Hótel sem stendur við Þórunnartún 4 í Reykjavík.

Að loknu kaupsamningsferli og áreiðanleikakönnun er endanlegt kaupverð sem fyrr 2.150 milljónir króna, en til frádráttar koma skuldir félagsins að upphæð 1.714 milljónir króna. Kaupverð er greitt með útgáfu nýrra hluta í Kaldalóni.

Lesa meira »