Fréttir
Útgáfa nýs hlutafjár
Í tengslum við uppgjör viðskiptanna um Hæðasmára 2 og 4 hefur Kaldalón nú fengið 122.807.018 nýja hluti skráða hjá Fyrirtækjaskrá RSK og hafa hlutirnir verið gefnir út af Nasdaq CSD og afhentir.
Hækkun hlutafjár með útgáfu nýrra hluta til hæfra fjárfesta
hluthafafundi hinn 25. maí 2022 þar sem hluthafar Kaldalóns samþykktu að falla frá forgangsrétti að nýju hlutafé, og hækka hlutafé Kaldalóns með útgáfu á 2.222.222.222 nýjum hlutum í félaginu sem nemur 28% af útgefnu hlutafé. Samtals útgefnir hlutir í Kaldalóni eftir hækkunina eru 10.066.219.201.
Árshlutauppgjör 2022 – Kynning
Kynning á árshlutauppgjöri er nú aðgengileg undir fjárfestavef.
Kaup á Köllunarklettsvegi 1
Kaldalón hf. hefur fengið samþykkt kauptilboð á öllu hlutafé Hafnagarðs ehf. í áföngum. Hafnagarður er eigandi að Köllunarklettsvegi 1 í Reykjavík, gamla húsnæði Kassagerðar Reykjavíkur. Þar verður rekinn klasi á sviði sjálfbærni og hringrásar. Meðal leigutaka eru Byggðasamlagið Sorpa og Alþingi. Seljandi er Smáragarður ehf.
Árshlutareikningur 2022
Árshlutareikningur Kaldalóns hf. var samþykktur af stjórn félagsins þann 22. ágúst 2022.
Félagið skilar bestu afkomu frá upphafi, 1.421 m.kr. í hagnað á fyrri hluta ársins sem samsvarar 33% arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli
Vöxtur félagsins er á áætlun og jukust fjárfestingaeignir félagsins um 61% frá áramótum
Félagið hefur gengið frá kaupum eða gert samkomulag um kaup á 76.900 m2 atvinnuhúsnæðis
Stjórn félagsins hefur ákveðið að gera fyrirhugaða skráningu á aðalmarkað kauphallar markmiðadrifna