Fréttir

Útgáfa á víxlum- niðurstaða útboðs

Kaldalón hf. hefur lokið sölu á nýjum óveðtryggðum sex mánaða víxlum í flokki, KALD 24 0601. Tilboð bárust fyrir 1.500 milljónir kr. með flötum vöxtum á bilinu 10,65% -10,85% p.a. Seldir voru víxlar að nafnvirði 1.000 milljónir. kr. á 10,79% vöxtum p.a. eða 80 punkta álagi ofan á 6 mánaða REIBOR. 

Lesa meira »

Útboð á víxlum

Kaldalón hf. efnir til útboðs á víxlum, fimmtudaginn 23. nóvember næstkomandi. Boðnir verða til sölu sex mánaða víxlar í nýjum flokki KALD 24 0601. Útboðið er í samræmi við stefnu félagsins um að vera reglulegur útgefandi víxla og skuldabréfa á markaði í gegnum útgáfuramma félagsins.

Lesa meira »

Hlutabréf tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland

Í tilkynningu Kaldalóns hf. („félagið“) 13. nóvember sl. var greint frá því að Nasdaq Iceland hefði samþykkt umsókn félagsins um töku hlutabréfa þess til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Viðskipti með hlutabréf félagsins hefjast á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland frá og með deginum í dag, 16. nóvember 2023.

Lesa meira »

Kaldalón hf.: Nýir samningar um viðskiptavakt

Kaldalón hf. hefur gert nýja samninga við Landsbankann hf. og Fossa fjárfestingarbanka hf. um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum í Kaldalón hf. sem verða skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland þann 16. nóvember næstkomandi.

Tilgangur samninga um viðskiptavaktir er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins á Nasdaq Iceland með það að markmiði að seljanleiki hlutabréfa Kaldalóns aukist, markaðsvirði skapist og verðmyndum hlutabréfanna verði með gagnsæjum og sem skilvirkustum hætti.

Lesa meira »