Fréttir
Hluthafafundur 2. júlí 2024
Stjórn Kaldalóns hf. boðar til hluthafafundar í félaginu þriðjudaginn 2. júlí 2024 kl. 16:00. Fundurinn verður haldinn á Grand hótel, Sigtúni 28, 105 Reykjavík. Meðfylgjandi er fundarboð
Útgáfa á víxlum – niðurstaða útboðs
Kaldalón hf. hefur lokið sölu á óveðtryggðum sex mánaða víxlum í flokki KALD 24 1202. Tilboð bárust fyrir 1.580 milljónir kr. með flötum vöxtum á bilinu 10,15%-10,70% p.a. Seldir voru víxlar að nafnvirði 1.000 milljónir.kr. á 10,29% vöxtum.
Útboð á víxlum
Kaldalón hf. efnir til útboðs á víxlum, mánudaginn 27. maí næstkomandi. Boðnir verða til sölu sex mánaða víxlar í nýjum flokki KALD 24 1201. Útboðið er í samræmi við stefnu félagsins um að vera reglulegur útgefandi víxla og skuldabréfa á markaði í gegnum útgáfuramma félagsins.
Útgáfa skuldabréfa með stækkun á skuldabréfaflokki KALD 150234
Kaldalón hf. hefur lokið við að stækka skuldabréfaflokkinn KALD 150234, sem gefinn er út undir 30.000 milljóna króna útgáfuramma félagsins.
Kaldalón hf. seldi 1.860 milljónir króna, í skuldabréfaflokknum KALD 150234, á 4,10% ávöxtunarkröfu. Áður útgefið í skuldabréfaflokknum var 3.140 milljónir króna. Heildarstærð flokksins verður því 5.000 milljónir króna.
Breyting á fyrirhuguðum kaupum
Vísað er til tilkynningar félagsins frá 26. janúar 2024 um fyrirhuguð kaup á tekjuberandi fasteignum og fasteignum í byggingu.
Í framhaldi af undirritun kauptilboðs í Fornubúðir 5 hafa aðilar átt í viðræðum um endanlegan kaupsamning og önnur atriði kauptilboðs. Aðilar hafa orðið sammála um halda þeim viðræðum ekki áfram. Því mun ekki verða af fyrrgreindum viðskiptum um fasteignina.
Viðræðum við Regin hf. um kaup á fasteignum slitið
Vísað er til tilkynningar Kaldalóns hf. hinn 23. apríl sl. um að stjórn félagsins hefði samþykkt að hefja viðræður við Regin hf. um möguleg kaup á tilteknum fasteignum. Eins og fram kom í tilkynningu Kaldalóns voru viðræðurnar tengdar mögulegri sátt Regins hf. við Samkeppniseftirlitið í tengslum við valfrjáls tilboð Regins hf. í hlutafé Eikar fasteignafélags hf.
Í samræmi við tilkynningu Regins hf. í dag um að samrunatilkynning félagsins til Samkeppniseftirlitsins hafi verið afturkölluð, hefur viðræðum Kaldalóns og Regins hf. um kaup á fasteignum verið slitið.