Fréttir

Kaldalón er framúrskarandi og til fyrirmyndar

Kaldalón er í hópi fyrirtækja sem hlaut viðurkenningu CreditInfo sem framúrskarandi fyrirtæki. Einungis 2% fyrirtækja á Íslandi hljóta viðurkenninguna.

Þá hlaut Kaldalón viðurkenninguna Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2024 að mati Viðskiptablaðsins og Keldunnar en tæplega 3% fyrirtækja landsins komast á listann.

Bæði fyrirtæki setja ströng skilyrði og þriggja ára rekstrarsögu til grundvallar viðurkenningu.

Lesa meira »

Sala á nýjum grænum skuldabréfaflokk

Kaldalón hf. hefur lokið sölu á grænum skuldabréfum í flokknum KALD 041139 GB fyrir 4.000 milljónir króna að nafnvirði, á ávöxtunarkröfunni 3,80%. Um er að ræða fyrstu útgáfu grænna skuldabréfa hjá Kaldalóni hf. undir umgjörð félagsins um græna fjármögnun.

Lesa meira »

Þórunnartún 2 hlýtur alþjóðlega umhverfisvottun

Þórunnartún 2 sem hýsir starfsemi Storm Hótel í rekstri KEA hefur hlotið umhverfisvottun BREEAM In-Use. Niðurstaða einkunnar er „mjög góð (e. Very Good)“. Storm hótel er annað hótelið á Íslandi til að hljóta BREEAM In Use umhverfisvottun.

BREEAM vistvottunarkerfið byggir á alþjóðlegum staðli fyrir byggingar í rekstri þar sem óháður vottunaraðili auk BRE Global Limited staðfesta ágæti fasteignar. Úttekt og vottun fasteignarinnar hjálpar rekstraraðilum og fasteignaeigendum við yfirsýn og umbætur á ýmsum þáttum sjálfbærni en þeir helstu eru heilsa og vellíðan starfsfólks og gesta, orkunotkun, innivist, mengun og umhverfisgæði.

Lesa meira »

Sjálfbærnimat Reitunar

Reitun hefur framkvæmt sjálfbærnimat á Kaldalón hf sem gefið var út í September.
„Kaldalón nær góðum árangri í UFS mati Reitunar og hækkar um sjö punkta milli ára. Félagið endar með 61 stig af 100 möguleikum, flokkur B3. Kaldalón hefur tekið jákvæð skref í sjálfbærnimálum milli ára þar sem helst má nefna útgáfu á grænni umgjörð um græna fjármögnun en félagið stefnir á að gefa út græn skuldabréf seinna á árinu 2024. Einnig gerðist félagið aðili að Global Compact árið 2024 og hefur fengið BREEAM In-use vottun á tvær eignir sínar. „

Lesa meira »