Fréttir
Fjárfestakynning vegna árshlutauppgjörs
Fjárfestakynning vegna árshlutauppgjörs fyrstu 6 mánuði ársins 2024 er nú aðgengileg undir kaldalon.is/fjarfestar
Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar
Vísað er til hluthafafundar Kaldalóns hf. („Kaldalón“ eða „félagið“) sem haldinn var þann 2. júlí 2024 þar sem samþykkt var að heimila stjórn félagsins að
Árshlutareikningur fyrstu sex mánuði ársins 2024
Samandreginn árshlutareikningur Kaldalóns hf. var samþykktur af stjórn félagsins 29. ágúst 2024. Umtalsverð tekjuaukning og félagið í stakk búið fyrir frekari vöxt Helstu atriði uppgjörs
Skógarhlíð 18 hlýtur alþjóðlega umhverfisvottun
Skógarhlíð 18 sem hýsir starfsemi Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og heilaörvunarmiðstöð (HÖM) hefur hlotið umhverfisvottun BREEAM In-Use. Niðurstaða einkunnar er „mjög góð (e. Very Good)“.
BREEAM vistvottunarkerfið byggir á alþjóðlegum staðli fyrir byggingar í rekstri þar sem óháður vottunaraðili auk BRE Global Limited staðfesta ágæti fasteignar. Úttekt og vottun fasteignarinnar hjálpar rekstraraðilum og fasteignaeigendum við yfirsýn og umbætur á ýmsum þáttum sjálfbærni en þeir helstu eru heilsa og vellíðan starfsfólks og gesta, orkunotkun, innivist, mengun og umhverfisgæði.
Útgáfa á víxlum – niðurstaða útboðs
Kaldalón hf. hefur lokið sölu á óveðtryggðum sex mánaða víxlum í flokki KALD 25 0303. Tilboð bárust fyrir 1.000 milljónir kr. með flötum vöxtum á bilinu 9,89%-10,20% p.a. Seldir voru víxlar að nafnvirði 1.000 milljónir.kr. á 10,20% vöxtum.
Kynningarfundur fyrir uppgjör fyrri árshelmings 2024
Kaldalón hf. mun birta uppgjör fyrri árshelmings 2024 eftir lokun markaða fimmtudaginn 29. ágúst.
Fjárfestakynning vegna uppgjörsins verður haldin föstudaginn 30. ágúst kl. 08:30 á Grand Hótel, Sigtúni 28. Húsið opnar kl 08:15.