Fréttir

Skógarhlíð 18 hlýtur alþjóðlega umhverfisvottun

Skógarhlíð 18 sem hýsir starfsemi Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og heilaörvunarmiðstöð (HÖM) hefur hlotið umhverfisvottun BREEAM In-Use. Niðurstaða einkunnar er „mjög góð (e. Very Good)“.

BREEAM vistvottunarkerfið byggir á alþjóðlegum staðli fyrir byggingar í rekstri þar sem óháður vottunaraðili auk BRE Global Limited staðfesta ágæti fasteignar. Úttekt og vottun fasteignarinnar hjálpar rekstraraðilum og fasteignaeigendum við yfirsýn og umbætur á ýmsum þáttum sjálfbærni en þeir helstu eru heilsa og vellíðan starfsfólks og gesta, orkunotkun, innivist, mengun og umhverfisgæði.

Lesa meira »

Útgáfa á víxlum – niðurstaða útboðs

Kaldalón hf. hefur lokið sölu á óveðtryggðum sex mánaða víxlum í flokki KALD 25 0303. Tilboð bárust fyrir 1.000 milljónir kr. með flötum vöxtum á bilinu 9,89%-10,20% p.a. Seldir voru víxlar að nafnvirði 1.000 milljónir.kr. á 10,20% vöxtum.

Lesa meira »