Fréttir
Kaldalón hf.: Fjárfestakynning – Ársuppgjör 2022
Meðfylgjandi er kynning á uppgjöri Kaldalóns hf. vegna ársuppgjörs 2022.
Kaldalón hf.: Boðun aðalfundar
Stjórn Kaldalóns hf. boðar til aðalfundar í félaginu fimmtudaginn 23. mars 2023 kl. 16:00. Fundurinn verður haldinn á Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52. Gögn fundar má jafnframt
Kaldalón hf.: Ársreikningur 2022
Ársreikningur Kaldalóns hf. var samþykktur af stjórn félagsins 2. mars 2023.
Félagið skilar bestu afkomu frá upphafi, 2.611 m.kr. í hagnað fyrir skatta
Fjárfestingareignir félagsins aukast um 131% milli ára og tekjuvöxtur 639%
Félagið hefur gengið frá kaupum eða gert samkomulag um kaup á 90.700 m2 atvinnuhúsnæðis
Arðsemi eiginfjár var 16,2% á ársgrundvelli
Metnaðarfull markmið félagsins um vöxt fjárfestingareigna og sölu eigna utan kjarnastarfsemi náðust á árinu
Félagið er með sterkt eiginfjárhlutfall, eða 45,5% og mun gefa út skuldabréfaramma árið 2023
Rekstrarhagnaðarhlutfall (NOI) var 74,2% og rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu fjárfestingareigna var hærri en fjármagnsgjöld árið 2022
Gengið frá sölu á eignarhlut í Steinsteypunni ehf.
Vísað er til tilkynningar Kaldalóns hf. („Kaldalón“) frá 21. júní síðastliðnum þar sem fram kom að undirritaður hefði verið kaupsamningur á milli Skuggasteins ehf., dótturfélags SIKMAS ehf., og Kaldalóns um kaup Skuggasteins ehf. á 50% eignarhlut Kaldalóns í Steinsteypunni ehf. Viðskiptin voru háð hefðbundnum fyrirvörum.
Fyrirvarar viðskiptanna hafa nú verið uppfylltir og gengið hefur verið frá viðskiptunum með undirritun viðauka við kaupsamninginn.
Kaup á fasteignum
Kaldalón hefur skrifað undir kaupsamning um kaup á öllu hlutafé Faðmlags ehf., en helsta eign Faðmlags eru fasteignir við Hringhellu 9 og 9A í Hafnarfirði. Þá hefur dótturfélag Kaldalóns skrifað undir kaupsamning um kaup á fasteigninni að Víkurhvarfi 7. Kaldalón hefur jafnframt gert samkomulag um kaup á öllu hlutafé Vesturhrauns ehf., en helsta eign þess félags er fasteign við Vesturhraun 5 í Garðabæ auk byggingarréttar. Samkomulagið er háð fyrirvörum, m.a. ástands- og áreiðanleikakönnun.
Viðskipti nákomins aðila stjórnanda
Meðfylgjandi er tilkynning á grundvelli 19. gr. MAR um viðskipti aðila sem er nákominn stjórnanda í Kaldalóni.